Finnland hefur ákveðið að ganga með í Nató

Forsætisráðherra Finnlands, jafnaðarkonan Sanna Marin og forseti Finnlands Sauli Niinistö tilkynntu í morgun, að aðildarumsókn yrði án tafar send til Nato.

Ákvörðun Finnlands er mikill þrýstingur á Svíþjóð um að ganga með í Nató

Finnland hefur ákveðið og mun ganga í NATO. Þetta tilkynntu Sauli Niinistö forseti og Sanna Marin forsætisráðherra (S) í sameiginlegri yfirlýsingu í morgun.

„Aðild að NATO myndi styrkja öryggi Finnlands. Sem aðili að NATO myndi Finnland styrkja allt varnarbandalagið. Finnland verður að sækja um aðild að NATO án tafar,“ segir í yfirlýsingunni sem birt var klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma.

Samkvæmt yfirlýsingunni hefur Finnland þurft tíma til að „móta samstöðu um málið bæði á riksþinginu og í samfélaginu öllu“. Auk þess hefur Finnland notað síðustu mánuði til samskipta við NATO og aðildarríki þess, auk Svíþjóðar sem einnig íhugar að sækja um aðild.

Viðsnúningur eftir innrás Rússa

„Við vonum að þær innlendu ráðstafanir, sem enn þarf að gera til að taka þessa ákvörðun verði gerðar bráðlega á næstu dögum,“ segir að lokum í yfirlýsingu finnska forsetans og forsætisráðherrans.

Jafnaðarmenn í Finnlandi með Sönnu Marin sem flokksformaðnns voru áður andvígir aðild að NATO. Eftir innrás Rússa í Úkraínu skipti flokkurinn hins vegar um skoðun í málinu. Í nokkrar vikur hefur verið ljóst, að meirihluti þingmanna finnska þingsins er hlynntur aðild að NATO.

Mikilvæg skilaboð að mati utanríkisráðherra Svíþjóðar. Sænskir jafnaðarmenn ákveða sig 15. maí

Ann Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar skrifar á Twitter að yfirlýsingin frá Finnlandi séu mikilvæg skilaboð.

„Finnland er næsti öryggis- og varnaraðili Svíþjóðar og við verðum að taka mat Finnlands inn í útreikninga“ skrifar Linde.

Svíar munu þó ekki tjá sig um NATO-málið enn sem komið er. Í fyrsta lagi vill ríkisstjórnin bíða þeirra öryggismálaumræðna sem fram fara á milli þingflokkanna. Sex af átta flokkum þingsins eru hlynntir aðild að NATO. Vinstriflokkurinn og Græningjar eru á móti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila