Finnland takmarkar ferðafrelsið – líkist útgöngubanni í helstu borgum

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands lýsir tillögum um ferðatakmarkanir og skyldunotkun grímu í Finnlandi.

Meiri hluti stjórnmálaflokka í Finnlandi hefur samþykkt tilllögu sósíaldemókrata í ríkisstjórninni um að takmarka ferðafrelsi sem hefði áhrif á allt að 1,3 milljónir Finna að sögn HBL. Ríkisstjórnin segir, að um sé að ræða „tímabundnar takmarkanir á hreyfingarfrelsi og færri nálægðar sambönd.” Til að byrja með eiga aðgerðirnar að ná til Helsinki, Esbo, Vanda, Grankulla og Tammerfors sem hafa orðið illa úti vegna nýjustu bylgju farsóttarinnar. Íbúar fá ekki að fara út fyrir bæjarmörkin og ekki fara út nema til vinnu, í skóla eða til að versla lyf og mat. Einnig er leyft að útrétta erindi við yfirvöld og leyfi þarf frá yfirvöldum til að fara í sumarbústaðinn fram og tilbaka.

Einungis má vistast utandyra í fylgd tveggja annarra einstaklinga og skal þá vera tveggja metra bil á milli fólks. Sem sagt hámark 3 á samkomu. Gríma verður skylda frá 14 ára aldri innandyra á opinberum stöðum og í samgöngum. Lögreglan mun sekta þá sem neita að bera grímu með 40 evrum.

Samstarfsflokkur sósíaldemókrata Miðflokkurinn samþykkti lagatillöguna strax en Alþýðuflokkurinn, Vinstra bandalagið og Þeir grænu lýstu yfir efasemdum á slíkum takmörkunum á frelsi einstaklinga en samþykktu tillöguna á endanum. Sögðu fulltrúar þessarra flokka, að þetta væri „síðasta úrræðið” og því hefðu þeir samþykkt tillögurnar.

Lögin gilda í þrjár vikur og í síðasta lagi 14. maí n.k. Ekki er talið að náist að koma þeim í gegnum þingið fyrir páska og þau munu ekki ná til Álandseyja. 817 hafa dáið í covid-19 og 76.003 smitast í Finnlandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila