Ríkisstjórn Finnlands lokar Helsinki – herinn gætir þess að engir fari inn eða út úr borginni

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands tilkynnti miðvikudagskvöld, að ákveðið hefði verið að loka allri umferð milli Nyland þar sem höfuðborgin Helsinki er staðsett og til annarra hluta landsins fram til 19. apríl.

Þýðir það að höfuðborgin Helsinki verður sett í einangrun til að koma í veg fyrir frekari dreifingu smits frá borginni út á landsbyggðina. Sér herinn um að lokunin verði framkvæmd og virt. 880 þekkt smit hafa verið staðfest í Finnlandi og þrír látist úr veirunni.
Sanna Marin forsætisráðherra sagði:

 ”Núverandi mat okkar er að eina leiðin til að takmarka farsóttina er að minnka samband milli fólks með þessum aðgerðum, að það sé nauðsynlegt að takmarka hreyfingarfrelsi fólks.” 
Anna-Maja Henriksson dómsmálaráðherra sagði: ”Við viljum komast hjá því að allir veikist samtímis, því þá dugar ekki heilsugæslan til. Aðalmarkmiðið með aðgerðunum er að draga úr smitferlinu.”
Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila