Finnska ríkisstjórnin fallin og fer frá mánuði fyrir þingkosningar

Forsætisráðherra Finnlands Juha Sipilä tilkynnir afsögn ríkisstjórnarinnar í morgun Skjáskot/SVT

Forsætisráðherra Finnlands tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórnin færi frá eftir að hafa ekki náð að koma umfangsmiklum umbótum á heilsukerfi landsins í gegn á finnska þinginu. Prógrammið er eitt af stærstu og mikilvægustu verkefnum ríkisstjórnarinnar og að koma ekki jafn mikilvægu hjartansmáli í gegn á þinginu leiddi til ákvörðunar um afsögn forsætisráðherrans fyrir sig og ríkisstjórnina. Kosningar eiga að fara fram í Finnlandi 14. apríl og verða heilsugæslumálin trúlega aðalkosningamálið í Finnlandi. Sauli Niinistö forseti Finnlands hefur fallist á afsögn ríkisstjórnarinnar og jafnframt beðið stjórnina um að vera áfram sem starfstjórn fram að kosningum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila