Fjárfesting, nýr þáttur á Útvarpi Sögu hefur göngu sína

Hákon Jóhannesson og Matthías Tryggvi Haraldsson

Í dag klukkan fimm síðdegis mun nýr þáttur sem ber heitið Fjárfesting hefja göngu sína hér á Útvarpi Sögu. Það eru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson sem er einn meðlima hljómsveitarinnar Hatari og Hákon Jóhannesson sem sjá um þáttinn.

Eins og nafn þáttarins gefur til kynna fjallar hann um fjárfestingar og fjármál á gamansaman hátt og munu þeir félagar hafa þar fasta liði eins og viðskiptafyrirsagnir vikunnar, opna símann fyrir hlustendur og sitthvað fleira skemmtilegt er að finna í pokahorninu hjá þeim félögum.

Ekki missa af Fjárfestingu í dag kl.17:00.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila