Meiri þörf á að ákveða heildarmynd framtíðar bankakerfisins en að selja bankanna

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra

Það er ekkert sem kallar á að selja þurfi bankana með hraði og meiri bragur væri að því að ákveða heildarmynd framtíðar bankakerfisins áður en hugað er að sölu bankanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Oddný segir að nú ættu stjórnvöld að hugsa um hvernig bankakerfið eigi að vera í framtíðinni, hvernig eigi að standa að uppbyggingu þess, með tilliti til mikilla tækniframfara og fleiri þátta.

Þá segir Oddný að óskynsamlegt sé að selja bankana nú þar sem arður af bönkunum hafi komið sér mjög vel undanfarin ár

en ef menn vilja fara að selja bankana væri rétt að skipta þeim upp og selja frá þeim áhættuhlutann og hafa bankana þannig að þeir séu fyrst og fremst samfélagsbankar en stundi ekki áhættufjárfestingar„,segir Oddný.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila