Ráð bankarisans: „Kaupið gull – kreppan kemur“

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ráðleggur viðskiptavinum sínum að kaupa gull. Bankinn segir í skýrslu að víkjandi hagvöxtur og stjórnmálalegur óstöðugleiki muni knýja áfram verðhækkanir á gulli árið 2020.

Gull hefur lengi verið talið örugg fjárfesting sem heldur andvirði sínu á tímum óðaverðbólgu, kreppu og styrjalda. Gullverðið hækkaði um 19% ár 2019 sem er stærsta hækkun síðan 2010 þegar gullverðið hækkaði tæplega 30%. Bloomberg segir bankann ráðleggja viðskiptavinum að selja ríkisskuldabréf og kaupa gull:

„Gull getur ekki alfarið komið í stað ríkisskuldabréfa en ástæðan til að minnka hlutdeild í ríkisskuldabréfum og kaupa gull í staðinn er meiri núna en nokkru sinni“  skrifar Sabine Schels skilgreinandi Goldman Sachs í fréttabréfi bankans.

Í grein um „hvernig þeir ríkustu í heiminum hamstra beinhart gull“ skrifar Yahoo Finance hvernig Goldman Sachs fylgist með sífellt fleiri fjárfestum sem velja að kaupa beinhart gull í staðinn fyrir hluta í sjóðum. Skv. Goldman Sachs treysta ekki auðugar persónur fjármagnsfyrirtækjum til að standa við skuldbindingar sínar við stjórnmála- og efnahagskreppur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila