Fjarvinna gæti lækkað húsnæðiskostnað fyrirtækja

Marta Jörgensen og Tómas Bjarnason

Fjarvinnufyrirkomulag vegna Covid hefur orðið til þess að fyrirtæki horfa öðruvísi nú á vinnufyrirkomulag fólks og skilja betur að ekki sé nauðsynlegt að hafa alla starfsmenn stadda á vinnustað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Jörgensen og Tómasar Bjarnasonar í þættinum Heilsan heim í dag en þau voru gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Þau segja að líklegt sé að fyrirtæki fari í meira mæli að huga að því að fjarvinnufyrirkomulag gæti hentað fyrirtækinu ekki síður heldur en starfsmönnum og verið sparnaður fyrir fyrirtækið, til að mynda þyrfti ekki eins stórt húsnæði eins og annars þyrfti.

Þau benda þó á að mikilvægt sé fyrir fyrirtækin að gæta þess að þegar starfsmenn séu komnir í fjarvinnu að þeir finni að þeir séu hluti af þeim hópi sem starfi fyrir fyrirtækið en verði ekki einangraðir

það er mikilvægt að þeir séu hluti af vinnustaðnum áfram, taki þátt í fundum og slíku, þannig líður starfsfólkinu áfram vel þó það sé ekki á staðnum„.

Hlusta má á þáttinn í spiiaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila