Fjarvinnan hefur góð áhrif á einkalífið

Elín Kristín Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi.

Fjarvinna hefur sína kosti eins og jákvæð áhrif á persónulegt líf einstaklinga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Elínar Kristínar Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa hjá Hugarheimi í þættinum Heilsan heim en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Elín segir að þó þessi jákvæðu áhrif hafi smátt og smátt verið að koma í ljós sé nauðsynlegt að koma á vinnustaðinn líka

þetta er svo stór þáttur í lífinu og getur hreinlega haft áhrif á heilsu okkar, ekki bara líkamlega, heldur einnig andlega” segir Elín.

Þá séu einnig aðrir þættir sem hafa áhrif á heilsu eins og streita sem sé í raun auðvelt að taka á

hvíldin er þar lykilatriði og það eru margir sem halda að hvíld sé bara að leggjast niður og hreyfa sig ekki“,segir Elín.

Hún segir að hvíld megi fá á annan hátt, til dæmis með að sinna áhugamálum

þetta snýst um að aftengja sig daglega amstrinu, að fara til dæmis að sinna útiveru eða öðrum áhugamálum,komast frá því hversdagslega“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila