Fjölbreytt úrræði stjórnvalda vegna Covid-19 eiga að ná utan um alla hópa samfélagsins

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Þau úrræði sem stjórnvöl hafa lagt fram á undanförnum mánuðum til bjargar fyrirtækjum og einstaklingum eiga að duga til þess að ná utan um alla hópa samfélagsins, einnig þá sem fallið hafa á milli kerfa, til dæmis tónlistarmenn og fleiri slíka hópa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óla Björns Kárasonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Óli Björn bendir á að nú séu á döfinni meðal annars tekjufallsstyrkir sem nái utan um fyrirtæki, einyrkja og þá sem hafa verið með 5 starfsmenn eða færri í vinnu, þar falla meðal annars tónlistarmenn undir, en eins og kunnugt er þá hafa þeir verið meira og minna tekjulausir frá því í vor og höfðu fallið á milli kerfa.

Hann segir mikilvægt að halda öllu gangandi því það tjón sem verði ef ekki er gripið inní getur orðið mun meira en fólk geri sér almennt grein fyrir

það er nefnilega ekki eingöngu efnahagslegt tjón heldur tapast einnig þekking og það er auðvitað líka tjón því þekking er gríðarlega verðmæt“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila