Fjöldamorð framið í moskum í Christchurch Nýja Sjálandi – Brenton Tarrant 28 ára Ástralíumaður handtekinn fyrir ódæðið

49 manns liggja í valnum og yfir 20 særðir eftir blóðugt fjöldamorð í tveimur moskum í nótt í Christcurch Nýja Sjálandi. Hægri öfgamaðurinn Brenton Tarrant sýndi aftökurnar í beinni á Internet og skildi eftir sig 73 síðna skjal ”The Great Replacement” sem á að skýra ástæðu ódæðisins. Vitnar hann til norska fjöldamorðingjans Breivík og nefnir Svíþjóð mörgum sinnum. M.a. segist hann vera að hefna fyrir hryðjuverkið á Drottningargötu í Stokkhólmi og hafði hryðjuverkamaðurinn m.a. ritað nafn Ebbu Åkerlund sem var myrt í hryðjuverkinu í Stokkhólmi á eina byssu sína. Foreldrar Ebbu hafa fordæmt hryðjuverkið og harma að nafn dóttur þeirra sé dregið inn í fjöldamorð. Tarrant hefur öfgahægri hugmyndafræði sem grundvöll fyrir hryðjuverkinu eins og kemur fram í skjali hans en hann vill hafa ”hreinan kynþátt” og telur að verið sé að skipta út kynþætti hvíta mannsins fyrir aðra kynþætti í Evrópu og heiminum. Markmið hans með fjöldamorðinu er að hefna fyrir þá evrópubúa sem látið hafa lífið í íslamískum hryðjuverkum undanfarin ár.
Þrír hafa verið handteknir fyrir árásirnar. Lögreglan fann einnig sprengjur undir bíl í bænum. Mike Bush lögreglustjóri bæjarins sagði á blaðamannafundi að ódæðið ”hafi verið þrautundirbúin aðgerð”. Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands segir að atburðurinn sé ”einn af myrkustu dögum Nýja Sjálands.” Sænski hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstorp segir í viðtali við sænska útvarpið að skjal Brenton Tarrant minni á yfirlýsingar Breivik ”nema er minni útgáfa og  lélega samsett”. Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila