Fjöldamótmæli í Grikklandi eftir að stjórnvöld banna óbólusettum að vera á almennum svæðum

Fyrir nokkrum dögum gerði Emmanuel Macron Frakklandsforseti bólusetningar að skyldu fyrir alla starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir að margir þeirra höfðu áður mótmælt og neitað slíkri kvöð. Samtímis herti hann COVID-reglur til að þrýsta á franska meðborgara að láta bólusetja sig. Þetta hefur leitt til mikilla mótmæla í Frakklandi. Í Grikklandi fóru þúsundir um götur Aþenu til að mótmæla bólusetningaráætlunum grísku ríkisstjórnarinnar í vikunni eins og sjá má á myndum og myndbandi hér að neðan..

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að meina óbólusettum frá tilteknum opinberum svæðum fer ekki vel í Grikki, þrátt fyrir að margir þeirra séu hlynntir bólusetningum gegn Covid-19. Fólk mótmælir einnig áformum um bólusetningu unglinga. Reglur um útilokun óbólusettra frá börum, veitingastöðum, leikhúsum og öðrum skemmtistöðum tekur gildi í dag í Grikklandi og stendur í það minnsta fram í ágúst.

Samkvæmt Reuters söfnuðust þúsundir mótmælendur gegn bólusetningum í Aþenu, sumir veifuðu grískum fánum og trékrossum og hrópuðu „taktu bóluefnin og farðu í burtu!“ og skoruðu á Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra að segja af sér.

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan þingið í nærveru mikils lögregluliðs og mótmæltu beint til þingmanna gríska þingsins.

Mótmæli miðvikudagsins voru þau stærstu í andstöðu við Covid-19 bólusetningar. Í nýlegri skoðanakönnun Pulse fyrir Skai TV kom fram, að flestir Grikkir segjast munu láta sprauta sig með bóluefninu, þegar það er tiltækt. Meirihlutinn er einnig hlynntur einhvers konar lögboðnum bólusetningum í ákveðnum starfsgreinum. Nú þegar hafa 41% Grikkja verið bólusettir að fullu.

Faidon Vovolis, hjartalæknir, stýrir hreyfingunni „Free Again“ sem efndi til mótmælanna segir að “Sérhver einstaklingur hefur rétt til að velja. Við viljum að stjórnvöld velji ekki fyrir okkur.” Vovolis dregur í efa vísindarannsóknir varðandi notkun andlitsgríma og bóluefnanna. Vovolis sagðist hafa stofnað hópinn til að bregðast við „hörðum farsóttaraðgerðum“ stjórnvalda.

Að auki mótmælanna og mikils mannfjölda í Aþenu þá mótmæltu þúsundir einnig í næst stærstu borg Grikklands, Þessalóníku.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila