Fjöldatakmarkanir í jarðarförum eru fjölskyldum erfiðar – Höfum þurft að hugsa í lausnum

Leifur Ragnar Jónsson prestur í Guðríðarkirkju.

Kirkjan hefur eins og aðrir í samfélaginu þurft að aðlaga sig fjöldatakmörkunum og eru þar jarðarfarir engin undantekning, þar eins og í messum gilda fjöldatakmarkanir og getur það verið fjölskyldum þungbært. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Leifs Ragnars Jónssonar prest í Guðríðarkirkju í síðdegisútvarpinu í vikunni en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Leifur segir að nú séu fjöldatakmarkanir í kirkjum miðaðar við 30 einstaklinga og því ljóst að í stærri fjölskyldum þýði það að velja þurfi úr hverjir fái að koma og hverjir ekki. Kirkjur landsins hafa undanfarna mánuði þurft að hugsa í lausnum og eru núna ófáar jarðarfarirnar sem streymt er á netið, meðal annars á youtube.

Margir myndu ætla að við fjöldatakmarkanir myndu eðli málsins samkvæmt mun færri taka þátt í messuhaldi en svo virðist sem Covid faraldurinn hafi einmitt haft þveröfug áhrif. Leifur segir að í sinni kirkju hafi verið tekið upp á því að senda messur út í streymi og viðtökurnar hafa verið vonum framar og nefndi að áhorf á eina messuna hafi verið um eitt þúsund

ef við hefðum fengið eitt þúsund manns á staðinn þá verður að segjast að það er afar góð kirkjusókn„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila