Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á ástandinu – þekkt sjónvarpskona í Svíþjóð krefst lokunar sænska ríkssjónvarpsins

Chris Forsne, reyndur starfsmaður hjá sænska ríkissjónvarpinu, Aftonbladet og GöteborgsPosten, telur ábyrgð blaðamannastéttarinnar mikla á ástandinu í Svíþjóð

Chris Forsne hefur langa reynslu sem blaðakona og utanríkisfréttaritari hjá sænska ríkissjónvarpinu SVT og einnig hjá Aftonbladet, Göteborgsposten og fleiri opinberum miðlum. Hún segir í nýju viðtali við SwebbTV, að ástandið í Svíþjóð sé orðið svo alvarlegt að óljóst sé hvort Svíar megni með þá breytingu sem nú gerist í landinu. Breytingu sem stjórnmálamenn hafa fundið upp á til að gera Svíþjóð að fjölmenningarsamfélagi. Chris Forsne segir að fjölmiðlarnir og aðallega ríkisreknir miðlar beri mikla ábyrgð á ástandinu. Starfsfólk þessarra stofnana er óupplýst, vanmenntað og hugsi á samvirkan hátt sem hindri skilning á breytingunum. Frá þessu greinir netmiðillinn Vaken.

Segir hún að starfsmenn ríkismiðlanna sem ekki taka upp vinstri stefnu fjölmiðla hafi hætt og þeir sem vinni áfram líði mjög illa. Blaðamennirnir telja sjálfa sig vera gott fólk sem kemur í veg fyrir umfjöllun þeirra vandamála sem fólksinnflutningurinn hefur skapað. Það skýrir líka að blaðamenn forðast að ræða málefnalega um þessi mál.

Segir hún sænska sjónvarpið fara í vitlausa átt m.a. vegna skipulags margra stjórnenda og hræðslu starfsmanna að víkja frá ríkjandi stefnu. Málin eru teygð og svo þögguð niður. Dæmi um það er hrottaleg árás á tvo drengi í kirkjugarðinum í Solna en frétt um það mál var vafin inn í langt mál um öfgahægristefnu. Chris segir að ekki megi tala um glæpi innflytjenda.

– Blaðamenn eiga því mikinn hlut í því að við höfum fengið stjórnlausan fólksinnflutning
– Stjórnmálamenn þora ekki að tala á móti blaðamönnum sem haga sér á þennan hátt
– Blaðamannastéttin er orðin eins konar flokkur fólks með sífellt minni menntun og samræmda stjórnmálaskoðun um að gera Svíþjóð að fjölmenningarsamfélagi
– Blaðamennirnir eru einnig ábyrgir fyrir því, að við höfum ekki stjórnmálaumræður

Chris Forsne vill að ríkisfjölmiðlar verði lagðir niður og ný miklu minni ríkisstofnun sjónvarps og útvarps komið á fót í staðinn. Telur hún mikilvægt að starfsmenn gömlu ríkisstofnananna verði ekki sjálfkrafa ráðnir heldur að kröfur um kunnáttu og menntun ráði við ráðningu. Hún er svartsýn á framtíð fjölmiðlabransans og telur að einungis ef Svíþjóð lendi í mjög alvarlegri krísu muni það geta haft varanlega áhrif til breytinga.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Chris Farsne við Mikale Willgert hjá Swebbtv

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila