Associated Press breytir vinnureglum sínum um stafsetningu – Blökkumenn fá stóran staf, hvítir lítinn

Eitt það versta samkvæmt nútíma sagnleiðréttingarfræðum er að ekki er hægt í töluðum orðum í útvarpi að sýna hvaða bókstafir eru háir og hverjir lágir. Slíkt er hins vegar hægt að gera í rituðu máli og núna hefur varaforseti Siðferðissviðs Associated Press, John Danisewski, ákveðið að leiðrétta söguna og jafna hlut blökkumanna gagnvart ranglæti hvítra með því að alltaf skrifa Blökkumenn með stóru Béi. Hins vegar verður hvítir að sætta sig við lítinn upphafsbókstaf í framtíðinni. 
John Daniszewski skrifar að blökkufólk eigi skilið stóran bókstaf 

„vegna öflugs sögulegs og menningarlegs, sameiginlegs samnefnara, jafnvel þótt þeir komi frá og búi á mismunandi stöðum í heiminum.”  Samkvæmt Daniszewski „er samnefnarinn sameiginleg reynsla kúgunar eingöngu vegna húðlitar. Hvítir eiga hins vegar ekki það sameiginlegt í sögu eða menningu sinni að hafa verið kúgaðir vegna húðlitar. Ef hvítir fengju stóran upphafsbókstaf væri verið að skapa grundvöll fyrir hvíta kynþáttahatara.”


Samkvæmt frétt Fria Tider um málið hafaColumbia Journalism Review, Wall Street Journal, New York Times, USA Today, Los Angeles Times, NBC News och Chicago Tribune öll ákveðið að skrifa „Black” með stórum bókstaf og „white” með litlum. CNN, Fox News och San Diego Union-Tribune munu samt nota stóran bókstaf líka fyrir hvíta. Það mun einnig CBS News gera með undantekningu fyrir „hvíta þjóðernissinna” eða „hvít forréttindi” sem verða skrifuð með litlum upphafsstaf.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila