Notkun almennings á fjölmiðlum breytist hratt

Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður á fréttastofu RÚV

Vefir eins og Youtube hafa breytt því hvernig notkun fólks er á fjölmiðlum og víkkað út sviðið sem fjölmiðlun er. Þetta kom fram í máli Brynjólfs Þórs Guðmundssonar fréttamanns á fréttastofu RÚV í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Brynjólfur bendir á að til dæmis séu margir með sínar eigin rásir á Youtube og framleiði þar oft fróðlegt efni í beinni útsendingu og þurfi ekki flóknari útbúnað en farsíma með myndavél til þess að halda úti slíkum rásum auk þess sem þær bjóði upp á að áhorfendur geti skipst á skoðunum samtímis með gagnvirkum hætti.

Þannig hafi fjölmiðlun breyst með nokkuð afgerandi hætti á síðustu árum og gera megi ráð fyrir að sú þróun haldi áfram um ókomin ár. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila