Fjórir af hverjum tíu lögreglumönnum í Svíþjóð íhuga að hætta – erfitt að fá nýja lögreglumenn

Forystumenn lögreglunnar í Svíþjóð ýta á eftir yfirvöldum að setja kraft á bak við öll fögru orðin.

Lena Nitz formaður sambands lögreglumanna í Svíþjóð og Stefan Eklund formaður lögreglufélags Stokkhólmsborgar skrifa í gær grein í Mitt i og benda á erfiðleika á að fá fólk í lögreglustörf og hversu margir starfandi lögreglumenn eða fjórir af hverjum tíu íhugi að hætta í lögreglunni. Sérstaklega er ástandið erfitt í Stokkhólmi: „Samkeppnin um vinnuaflið ásamt ástandinu á fasteignamarkaðinum og hærri kostnaði á svæðinu leiðir til þess, að lögregluyfirvöld og stjórnmálamenn verða að gera meira svo jafnvel Stokkhólmur geti fengið fleiri til starfa innan lögreglunnar.“ Frá þessu greinir netmiðill lögreglunnar blaljus.nu

Segja þau að ef lögreglan á að geta gegnt skyldustörfum sínum að fullu verði að fjölga lögreglumönnum verulega.

Vantar nemendur í lögregluskólana

„Stólar standa auðir í lögregluskólum og fjórir af hverjum tíu lögreglumönnum íhuga að yfirgefa starfið. Það er þörf á áframhaldandi stuðningi við greinina, ef við eigum að ná því markmiði, að fjöldi lögreglumanna verði 26 200 árið 2024.“

Segja þau lögregluhjartað slá sterkt hjá mörgum félögum sínum og að vera lögreglumaður/kona er draumurinn um að veita aðstoð, vernda og koma málum í lag.

„Samtímis hefur greinin orðið meira fyrir barðinu á hótunum og ofbeldi í bæði grófara og meira þaulhugsuðu formi.“

Þau benda á að þrátt fyrir bestan árangur í launaviðræðum við ríkið s.l. þrjú ár, þá séu meðallaun lögreglunnar enn undir meðallaunum ríkisstarfsmanna í Svíþjóð. Er það ein megin skýringin fyrir því að fjórir af tíu lögreglumönnum í Stokkhólmi segjast sækja eftir vinnu í öðrum greinum.

„Í fyrra bættust 64 lögreglumenn við störf í Stokkhólmi en samt erum við 135 færri lögreglumenn en við skipulagsbreytinguna 2015. Ef tekið er tillit til þróun glæpamála og hverjar þarfirnar eru í Stokkhólmi þá ættum við að vera með 700 fleiri lögreglumenn en við skipulagsbreytinguna. Þrátt fyrir að margir íþróttaviðburðir og tónleikasamkomur sem krefjast lögreglugæslu var aflýst í fyrra þá jókst yfirvinna í Stokkhólmi með 10%.“

Vantar 5000 lögreglumenn fyrir 2024

Það vantar 5000 lögreglumenn til að ná markmiðinu um 26 200 starfandi lögreglumenn 2024. Skrifa forystumennirnir að stjórnmálamenn og lögregluyfirvöld verði að halda áfram að auka gildi starfsins og stöðva verði afhopp úr greininni og laða þá sem þegar hafa sagt upp störfum að koma til baka.

„Við getum fullyrt að þrátt fyrir vilja stjórnmálamanna um að gera störf lögreglunnar meira aðlaðandi, þá hafa aðgerðirnar ekki nægt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila