Fjórir gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis

Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru: Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður, Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Undirnefnd forsætisnefndar (Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón S. Brjánsson og Bryndís Haraldsdóttir) hefur gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi. 

Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Helgi I. Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila