Fleiri smitast en eru bólusettir í Svíþjóð – dæmi um alvarlegar aukaverkanir og andlát

Kapphlaup ríkir í að bólusetja sem flesta á sem minnstum tíma. En framleiðslugeta lyfjaframleiðenda setur sín mörk.

Síðustu vikuna fyrir nýár smituðust fleiri Svíar af nýju kórónuveirunni en þeir sem voru bólusettir með bóluefni Pfizers. Í Svíþjóð er búið að bólusetja 0,8% þjóðarinnar á meðan Ísrael og mörg Arabaríki hafa þegar bólusett yfir 20% af landsmönnum. Bólusetning hófst í Svíþjóð í lok desember en hefur hingað til gengið hægt. Samkvæmt vikuskýrslu Lýðheilsunnar um covid-19, það smituðust 41, 347 Svíar síðustu vikuna fyrir nýar. Sömu viku voru 30, 043 bólusettir samkvæmt upplýsingum um gang bólusetningarstarfsins sem birtar voru í dag.

Vika, árAfhentNotaðPrósent
1, 202187 75048 33755,1 %
53, 202078 00027 01434,6 %
52, 20204 8754 11584,4 %
Totalt170 62579 46646,6 %

Fram í vikulok fyrstu viku í ár var búið að fá 170, 625 skammta af bóluefni til Svíþjóðar og um 55% hefur verið notað. Segir á heimasíðu Lýðheilsunnar að um 80 þúsund manns hafi verið bólusettir fram að 10. janúar. Segir einnig að tölurnar geti breytst þegar nýjar upplýsingar komi frá lénum en tölur berast mishratt inn til yfirvalda. Ýmis lén segjast ekki hafa viljað eyða öllu bóluefni til að eiga fyrir sprautu númer tvö en Lýðheilsan hvetur alla til að nota bóluefni jafnhratt og það berist.

Ísland í 8. sæti á eftir Danmörk

Ísrael hefur slegið met í bólusetningu með nær 21% bólusetta. Ísrael samdi um að fá bóluefni langt á undan ESB. Sameinuðu Arabfurstadæmin og Bahrain eru ofarlega með 12,1% og 5,9% bólusetta landsmenn. Ísland er í 8. sæti með 1,4% bólusetta, en Svíþjóð lendir í 21.sæti með 0,8% samkvæmt Bólusetningarlista sænska sjónvarpsins.

96 dæmi um aukaverkanir og helmingurinn mjög alvarlegir

Lyfjastofnun sænska ríkisins telur 96 dæmi um aukaverkanir og helmingur þeirra mjög alvarlegur. Einn aldraður hefur látist til viðbótar öðrum skömmu eftir bólusetningu en samtals eru 5 andlát opinberlega rakin til bóluefnisins í Svíþjóð. Lyfjastofnunin mun rannsaka aukaverkanir eins og skyndlömun í andliti, hita og sjálfta og öflugan höfuðverk – og einnig anafylaxi sem eru alvarleg ónæmisviðbrögð sem geta leitt til dauðans. Þar sem allir voru háaldraðir og með aðra sjúkdóma sem létust, þá telur Lyfjastonunin það ekki vera líklegt að viðkomandi hafi dáið vegna bóluefnisins. Lyfjastofnunin segist engu að síður „munu rannsaka dánarorsakir til að fá það á hreint hvað það var sem leiddi til dauða viðkomandi.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila