Flestar nauðganir framkvæmdar af innflytjendum – skýrsluhöfundar óttast að verða fyrir aðkasti

Kristina Sundquist hjá háskólanum í Lundi segir þöggunarmenningu Svíþjóðar ótæka. Hún óttast um orðspor sitt og rannsóknarteymisins vegna staðreynda sem þau hafa opinberað um þáttöku innflytjenda í nauðgunarglæpum.

Í nýrri skýrslu kemst hópur við háskólann í Lundi að því að 60% nauðgana í Svíþjóð á árunum 2000 og 2015 eru framdar af innflytjendum fæddum erlendis og/eða með annað foreldranna fætt erlendis. Núna óttast rannsóknarteymið að verða fyrir aðkasti vegna staðreynda sem ekki fylgja „stjórnmálalegri réttskoðun.“ Skýrslan birtist í Forensic Sciences Research og sýnir niðurstöðu rannsóknar á einstaklingum á aldrinum 15-65 ára sem hlotið hafa dóm fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á árunum 2000-2015.

Markmið rannsóknanna er að fá fram dýpri þekkingu á bakgrunni nauðgara og hvort hægt er að nota þær upplýsingar í fyrirbyggjandi aðgergðum gegn nauðgunarglæpum. Ardavan Khoshnood dósent í slysahjúkrun er aðalhöfundur skýrslunnar og hann segir í viðtali við Samnytt, að rannsóknin sé meðal þeirra umfangmestu sem gerð hefur verið í Svíþjóð. „Við höfum skoðað yfir 3000 einstaklinga og þetta er ein af stærstu rannsóknunum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð á þessu sviði.“

60% innflytjendur – margir fá sinn fyrsta dóm

Ardavan Khoshnood einn skýrsluhöfunda kemur frá Íran. Hann varð mjög hissa, þegar hann sá hversu stór hópur innflytjenda er í dæmdum nauðgunarmálum.

Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að 60% nauðgana eru framkvæmdar af einstaklingum fæddum erlendis eða með annað foreldranna fædda erlendis. 40% af dæmdum nauðgurum eru fæddir erlendis. „Þetta er mjög há tala“ segir Ardavan Khoshnood sem sjálfur kemur frá Íran. „Ég varð hissa þegar ég sá töluna. Að innflytjendur væri stór hópur var ekki málið, heldur hversu stór hópurinn var, 60%, það er ég hissa á.“ Rannsóknarteymið hefur ekki svör við því, hvers vegna innflytjendur eru í miklum meirihluta dæmdra nauðgara en Khoshnood segir að það sé mikilvægasta spurningin sem hann vill leita svara við. Hann segir það vera áhyggjuefni, að þrír fjórðu hlutar nauðgara eru einstaklingar sem fá sinn fyrsta dóm og tilheyra s.k. „Low offending class“.

„Lögreglan þekkir ekki einstaklinga í Low offending á meðan High offendin eru einstaklingar sem áður hafa komist í kast við lögin og lögreglan þekkir deili á.“ Sænskir nauðgarar eru oftar þeir sem áður hafa komist í kast við lögin.

Fólk veit, hvað má og ekki má segja

Kristina Sundquist segir innhald skýrslunnar viðkvæmismál í samfélaginu:

„Við eru yfirdrifið varkár í öllum upplýsingum sem varða innflytjendur. Þegar við ræðum um glæpastarfsemi … þá verðum við að fara afskaplega varlega í skrifum okkar um málin.“

Kristina segir að hún óttist að verða fyrir aðkasti ásamt öðrum í rannsóknarteyminu, þegar skýrslan er opinber. „Þú getur sjálfur skilið hvers vegna, þetta mun fá afleiðingar vegna þess hversu glóðheitt efnið er. Þessi skýrsla sýnir fram á meirihluta innflytjenda í glæpunum.“

„Það væri barnalegt að hugsa að þetta slái ekki til baka á okkur, hvers vegna haldið þið að fólk þegi í staðinn fyrir að tjá hug sinn? Meiri hluti Svía vill að innflutningur fólks hingað verði dreginn saman en samt segir enginn það upphátt við kaffiborðið. Fólk veit hvað það má og má ekki segja. Þetta er ótrúlega viðkvæm spurning.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila