Flokkur fólksins gagnrýnir harðlega tilslakanir á landamærum – Erum að bjóða hér fjórðu bylgju velkomna

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Flokkur fólksins gagnrýnir harðlega þá fyrirætlan ríkisstórnarinnar að ætla að slaka á sóttvörnum við landamæri landsins með því að gefa þeim sem hingað koma grænt ljós ef þeir framvísi bóluefnavottorði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir að með þessum tilslökunum sé verið að taka mikla áhættu, verið sé í raun að bjóða fjórðu bylgju faraldursins velkomna hingað til lands. Hún bendir á að ekki sé óhætt að taka bóluefnavottorð gild því mikill fjöldi falsaðra vottorða séu í umferð og því sé engu að treysta í þessum efnum. Sem dæmi séu bóluefnavottorð að ganga kaupum og sölum á netinu. Hún segir að meðal annars hafi yfir 100.000 manns farið inn á hópsíður á Telegram þar sem fölsk bóluefnavottorð séu til sölu.

Inga er því ekki par hrifin af ákvörðun stjórnvalda og segir hana ekki einungis óskiljanlega heldur hreinlega vera vonda ákvörðun. Ákvörðunin séu mikil vonbrigði og sé allt of mikil áhætta fyrir óljósan ávinning.

Erum alltof langt eftir í bólusetningum

Inga segir að Ísland sé alltof langt á eftir í bólusetningum gegn Covid sé miðað við önnur lönd. Sjálf segist hún ekki mjög hrifin af bólusetningu í ljósi mögulegra aukaverkana, en sé þó hlynnt henni í neyð og telur að bólusetning sé af tvennu slæmu sennilega skárri en að smitast af veirunni. Hún segir að bóluefni séu þó ekki endilega mikil trygging fyrir því að smitast ekki. Inga bendir á að veiran sé í sífellu að stökkbreytast og að nú þegar séu komin fram afbrigði sem bólefni dugi ekki á

hvað annað getum við gert en fá bólusetningu?, við höfum því miður ekkert annað sem stendur, við vitum líka lítið um veiruna og hvers hún er megnug

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila