Flokkur fólksins leggur fram frumvarp um að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við töku lífeyris

Caucasian man in wheelchair sitting on dock

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins mun í dag leggja á ný fram frumvarp sem miðar að því að sérstakar aldurstengdar örorkuuppbætur falli ekki niður þegar örorkulífeyrisþegi hefur úttöku lífeyrissparnaðar síns.  

Slík örorkuuppót er sérstök uppbót greidd til viðbótar örorkulífeyri. Fjárhæð þessarar uppbótar er hærri eftir því hve snemma á ævinni einstaklingur er metinn 75% öryrki. Uppbótin er í dag eingöngu greidd þar til viðkomandi nær 67 ára aldri og því verða þeir sem rétt eiga á uppbótinni gjarnan fyrir talsverðum tekjuskerðingum við þetta tímamark.

Fram kemur í tilkynningu frá Flokki fólksins vegna málsins að

Rökin fyrir því að greiða aldurstengda örorkuuppbót eru þau að aflahæfi viðkomandi skerðist til lengri tíma allt eftir því hve ungur hann er þegar hann er metinn til 75% örorku. Þau rök eiga við óháð því hvort viðkomandi er 66 eða 67 ára, enda er það svo að með sífellt bættum læknavísindum hefur aflahæfi fólks aukist vel fram yfir 67 ára aldur. Þeir sem eru vinnufærir geta nýtt sér úrræði laganna til töku hálfs lífeyris eða nýtt sér frítekjumörk ellilífeyris en þeir sem eru óvinnufærir njóta þá engra slíkra úrræða.“

Því sé það mat þingmanna flokksins að örorkuuppbótin eigi ekki að falla niður þegar taka lífeyrissparnaðar hefst.

Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt inn umsögn um framvarpið en í umsögninni segir:

Breytingin myndi bæta stöðu fatlað fólks og langveikra sem vegna veikinda, slysa eða fötlunar ná ekki að safna sér réttindum í lífeyrissjóðum og þegar réttindin þeirra eru mjög takmörkuð. Á slíkt sérstaklega við um einstaklinga sem fá örorkumat ungir að árum. Þessir einstaklingar fá almennt mjög lá eða jafnvel engin eftirlaun frá lífeyrissjóðum. Ljóst er að sá hópur ellilífeyrisþega sem fyrir 67 ára aldur þurfti að framfleyta sér á örorkulífeyrir og/eða var um lengri tíma utan vinnumarkaðar er almennt með mun lægri tekjur og í mun erfiðari fjárhagsstöðu en aðrir ellilífeyrisþegar. Þetta er sá hópur ellilífeyrisþega sem stendur verst. Örorkulífeyrisþegar hafa að auki ekki val um að fresta töku ellilífeyris til 72 ára aldurs, eins og aðrir, og hækka þar með greiðslur sínar á mánuði um 0,5%1, þar sem greiðslum til örorkulífeyrisþega er breytt á umsóknar úr örorkulífeyri í ellilífeyri án við 67 ára aldur

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila