Flokkur fólksins leggur til að skattar verði greiddir við innborgun í lífeyrissjóð í stað þess að skattur sé tekinn af við útgreiðslu

Flokkur fólksins hefur lagt fram á ný þingsályktunartillögu þess efnis að í stað þess að staðgreiðsla tekjuskatts fari fram við útborgun lífeyris fari hún fram þegar iðgjald og mótframlag er greitt í lífeyrissjóð.

Í fréttatilkynningu Flokksin vegna málsins segir að með þessu muni tekjur ríkissjóðs aukast um tugi milljarða án þess að skerða með nokkru ráðstöfunartekjur almennings.

Segir í tilkynningunni að þannig mætti gera ríkissjóði kleift að ráðast í frekari aðgerðir í þágu fátæks fólks sem verður hvað verst fyrir efnahagslegum áhrifum Covid-19.

Þá leggur flokkurinn til að þeim fjármunum sem breytt fyrirkomulag skili verði varið í þágu aukinnar velferðar.

Smelltu hér til þess að skoða tillöguna nánar

Athugasemdir

athugasemdir

Deila