Kínverska ríkið – nýr stóreigandi í Norwegian

Fyrirtækið BOC Aviation Ltd. í eigu kínverska ríkisins á nú 12,7% í flugfélaginu Norwegian eftir nýtt hlutfjáruppgjör Norwegian segir Aftonposten.

Áður átti BOC Aviation Ltd. engin hlutabréf í Norwegian. 
Hlutabréf Norwegian hafa hríðfallið, nú síðast um 22% s.l. mánudag. Norwegian eykur hlutafé fyrirtækisns til að geta mætt lánakröfum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir tryggingu lána upp á 3 milljarða norskra króna.

Norwegian tilkynnti miðvikudagsmorgun að markmiðinu væri náð.
BOC Aviation er í eigu Sky Splendor Ltd. sem Bank of China Group Investment Ltd. á. Bank of China Ltd. er undir stjórn Central Huijin Investment Ltd. sem er í eigu China Investment Corporation í eigu kínverska ríkisins. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila