Flugmenn Icelandair sæmilega sáttir við nýja kjarasamninga – “ Báðir aðilar þurftu að gefa eftir“

Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags atvinnuflugmanna

Flugmenn Icelandair sem hafa nú skrifað undir nýjan kjarasamning við félagið eru sæmilega sáttir við samninginn miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs Þorvaldsson formanns Félags avinnuflugmanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Jón segir að meðal þess sem flugmenn hafi þurft að slá sé sérstök aukagreiðsla fyrir þá vinnudaga sem séu lengri en venjulega

það er bara þannig að í þessum aðstæðum urðu báðir aðilar að gefa eftir og við erum sæmilega sáttir við þessa útkomu og nú er bara að sjá hvort menn samþykki samninginn í atkvæðagreiðslu, mér heyrist á mönnum að þeir vilji standa með Icelandair í því ástandi sem nú er og bjarga fyrirtækinu„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila