Heimsmálin: Ýmsar kenningar uppi um ástæður flugslyssins í Teheran

Fjölmargar kenningar hafa sprottið upp í kjölfar mannskæða flugslyssins sem varð í Teheran aðfararnótt fimmtudags, kenningarnar snúa flestar að því hverjar orsakir slyssins séu og ekki síst hvort slysið hafi verið af mannavöldum. 

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi fjallaði Haukur Hauksson um kenningarnar um slysið en Haukur var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Í þætinum kom meðal annars fram að ein kenningin sé sú að vélinni hafi verið grandað af írönsku loftvarnarkerfi, þá sé önnur kenningin sú að um sé að ræða hryðjuverk að undirlagi írana sjálfra.

Þá hafa verið kenningar uppi um að um hafi verið að ræða misheppnaða árás bandarískra dróna sem ætlað var að taka fleiri hátt setta menn í Íran af lífi. En þá eru einnig uppi kenningar um að flugskeyti sem ætlað var að koma Vladimir Pútín fyrir kattarnef hafi hafnað á rangri vél, en vél forsetans var ekki langt frá þeim slóðum sem slysið varð.

Haukur segir að myndbönd sem sögð séu sýna flugskeyti hafna á vélinni ekki sérlega góða heimild, en Haukur segir að umhverfið í sumum myndbandanna ekki í samræmi við það umhverfi sem ætti að vera á svæðinu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila