Yfirvöld í Úkraínu útiloka ekki að flugslysið í Teheran sé hryðjuverk

Af vettvangi slyssins

Að sögn RT mun Úkraína rannsaka fleiri hugsanlegar ástæður að baki flugvélaslyssins við Teheran sem kostaði 176 farþega lífið. Auk farþega frá Íran, Kanada, Úkraínu, Afghanistan, Bretlandi og Þýzkalandi voru á milli 10 – 17 Svíar um borð. Í Svíþjóð hefur utanríkisráðuneytið komið upp sérstökum lista til að finna út hverjir Svíarnir voru en sumir eru með tvenn ríkisföng. Teymi 45 rannsóknarmanna hefur farið frá Úkraínu til Teeheran til að rannsaka orsakir slyssins að sögn Washington Post. Oleksiy Danilov ritari úkraínska Öryggisráðsins segir að rannsakað verði hvort sprenging hafi orðið inni í flugvélinni vegna hryðjuverkaárásar“, hvort flugvélin hafi rekist á dróna eða hvort eldflaug hafi verið skotið frá jörðu til að granda vélinni. 

Íranskir rannsakendur flugslyssins staðfesta að vitni sáu hvernig flugvélin logaði í loftinu og að hún hafi snúið við til lendingar án þess að senda út neyðarkall.

Fljótlega eftir slysið kom sú skýring að um vélarbilun hafi verið að ræða en mörgum flugsérfræðingum finnst of snemmt að draga nokkrar ályktanir um orsakir slyssins.

Flugvél sömu gerðar
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila