Fólk getur verið rólegt þó jörðin skjálfi – Þurfum að fara að ræða hvernig bregðast á við eldgosi

Haraldur Ólafsson

Fólk getur verið alveg rólegt yfir þeim skjálftum sem nú ganga yfir á Reykjanesi enda hús vel byggð og skjálftarnir í raun alls ekki mjög stórir í samanborið við mörg önnur lönd þar sem mun stærri skjálftar ríða yfir.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar veðurfræðings og prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haraldur segir jarðskjálfta á Íslando ekki almennt hættulega þó dæmi megi finna um skjálfta þar sem fólk hafi orðið fyrir skaða. Hér sé vöktun mjög mikil og vel fylgst með eins og landsmenn hafi orðið varir við og því ekki mikið að óttast. Þá segir hann að óþarfa ð banna fólki að skoða eldgos sem séu talin nokkuð saklaus.

Aðspurður um hvort hann telji að eldsumbrot eigi eftir að eiga sér stað segir Haraldur að á Reykjanesi hafi gosið áður og það muni gjósa aftur en hvenær sé alveg ómögulegt að spá um, það gæti orðið eftir áratug, áratugi eða árhundruð.

Þá var hann spurður út í þær hugmyndir um að setja upp flugvöll í Hvassahrauni með hliðsjón af þeim atburðum sem nú eiga sér stað segir Haraldur að ljóst sé að staðsetningin sé ekki sérlega heppileg og að flugvöllurinn yrði fyrr eða síðar undir hraunspýju, þá geti enginn heldur vitað hvenær það yrði þetta og mikil óvissa hvaða tímasetningar varðar.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila