Fólk leitar í fyrirbyggjandi lausnir á tímum Covid19

Eysteinn Arason ásamt þeim Stefaníu Eysteinsdóttur, Priyönku Thapa og Hansínu Jóhannesdóttur.

Almenningur hér á landi leitar mikið eftir því að fyrirbyggja að það fái flensu á tímum Covid19 með hinum ýmsu leiðum og bætiefnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eysteins Arasonar apótekara í Efstaleitis apóteki í umræðuþætti um heilsutengd málefni í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Eysteinn segir fólk leita mest í vítamín og hefur Eysteinn og starfsfólk hans ýmislegt á boðstólnum í þeim efnum, meðal þess sem fólk kaupir er C og D vítamín sem hafa fyrirbyggjandi áhrif. Eysteinn segist luma á ýmsum fleiri ráðum til þeirra sem vilja fyrirbyggja flensu

það er mikilvægt að hreyfa sig, halda sér í formi og svo er góður svefn mjög mikilvægt atriði þegar fyrirbyggja á flensu„,segir Eysteinn.

Þá býður apótekið einnig upp á ókeypis lyfjaskömmtun fyrir þá sem á þurfa halda og þá er boðið upp á ókeypis heimsendingarþjónustu

við erum líka með lága álagningu auk þess sem við bjóðum ellilífeyrisþegum og öryrkjum að auki 10% afslátt„,segir Eysteinn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila