Fólksinnflutningar svara fyrir 90% fjölgunar Dana

Den Korte Avis segir frá því, að níu af hverjum tíu sem leggja sitt af mörkum til fólksfjölgunar í landinu eru annað hvort innflytjendur eða börn innflytjenda. Þannig standa innflytjendur fyrir 90% af fólksaukningu Dana en innfæddir Danir aðeins fyrir 10% fjölgun. Í lengdina þýðir það að innflytjendur verða fleiri en infæddir Danir í Danmörku.

9 af hverjum 10 eru innflytjendur eða börn innflytjenda

Den Korte Avis birtir tölur dönsku hagfræðistofunnar um fólksflutninga og barneignir. Þrátt fyrir að Danmörk hafi fylgt umtalsvert harðari innflytjendastefnu samanborið við Svíþjóð, þá hefur allur fólksinnflutningurinn haft mikil áhrif á lýðfræðilega sametningu Danmerkur. Tölur sýna, að íbúum í Danmörku fjölgar – og eru níu af hverjum tíu þeirra annað hvort fólk, sem flytur til landsins eða önnur kynslóð innflytjenda.

Rúmlega 90 prósent íbúafjölgunar eru því tengd innflytjendum. Þetta þýðir, að upprunalegum Dönum fer hægt og örugglega fækkandi, þar til að þeir verða að lokum í minnihluta í Danmörku skv. tölum dönsku hagstofunnar.

Á tíu ára tímabili 1. apríl 2013 og til og með 1. apríl 2022 hefur íbúum í Danmörku fjölgað um 281.000 manns. En aðeins 24.000 þeirra eru Danir. Samkvæmt dönsku hagstofunni koma 148.000 þeirra frá löndum utan Evrópu sem venjulega hefur í för með sér tilheyrandi vanda varðandi mál og menningu. Eru þeir og afkomendur tæplega 15 % af heildaríbúafjölda í Danmörku í dag og þróunin heldur áfram.

Dönum fækkar hlutfallslega áfram þrátt fyrir harðari innflytjendareglur en í Svíþjóð

Hlutur Dana í íbúafjölguninni er lægri en sú íbúafjölgun, sem samanstendur af fólki með múslimskan bakgrunn, þ.e frá 23 svokölluðum MENAP löndum auk Tyrklands. Jafnvel þótt aðeins sé valinn helmingur þessara 24 upprunalanda sem hafa lagt mest til fólksfjölgunar í Danmörku, þá verður það samt meiri fjöldi en Danir sjálfir leggja til.

Öfugt við Svíþjóð hafa Danir hert á straumi nýrra innflytjenda. En þróunin heldur samt áfram. Þetta er vegna þess að farandfólkið sem hefur komið, sérstaklega þeir sem ekki eru vestrænir, fæða umtalsvert fleiri börn en Danir. Fæðing í innflytjendahópnum í dag hefur meiri áhrif á lýðfræðilegar breytingar í landinu en beinir aðfluttir.

Tyrkland, Írak og Sómalía toppa listann. Það er í fjölskyldum frá þessum þjóðum, sem flest börn fæðast í Danmörku. Mörg þeirra hverfa samt inn í aðrar tölur, þar sem börnin fá danskan ríkisborgararétt frá fæðingu. Það þarf þess vegna að kafa dýpra í tölurnar og þá gæti hlutfallið jafnvel verið enn þá verra en það sem Den Korte Avis segir frá.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila