Foreldrar hafa oft ekki hugmynd um hvað er að gerast á skólalóðinni

Elísabet Sveinsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir

Fíkniefnasalar beita oft lúmskum aðferðum til þess ná nýjum neytendum í gildrur sínar og skólalóðir eru meðal þeirra staða sem geta reynst varasamir hvað þessi mál varðar.

Þetta segja Elísabet Sveinsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir en  þær sem ásamt fleirum standa að átakinu Á allra vörum, en í dag beinist átakið að því að safna fyrir forvarnarstarfi gegn fíkniefnum. Þær segja foreldra oft grunlausa þegar kemur að fíkniefnaheiminum og og þá segja þær framboðið sláandi

það er gríðarlegt framboð á fíkniefnum hérna og þeim mun mikilvægara að vekja þjóðina til vitundar um þessi mál, þetta er þjóðarátak, foreldrar hafa oft enga hugmynd um hvað er að gerast á skólalóðunum„.

Smelltu hér til þess að lesa nánar um átakið.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila