Formaður sænskra kristdemókrata vill nota þróunarfé til að byggja fangelsi í heimalöndum innflytjenda til Svíþjóðar

Ebba Busch Thor formaður flokks Kristdemókrata í Svíþjóð

Ebba Busch Thor formaður Kristdemókrataflokksins í Svíþjóð vill nota fé úr opinberum sjóðum til aðstoðar þróunarríkjum til að byggja fangelsi í heimalöndum þeirra innflytjenda sem gerast glæpamenn í Svíþjóð. Kemur hún með hugmyndina í sem lausn á yfirfullum fangelsum í Svíþjóð. Þannig mætti senda glæpamenn í steininn í heimalöndum sínum í stað þess að þeir fylli sænsk fangelsi upp að dyrum.

Ein skýring að baki hugmyndinni er sú, að annar glæpamaðurinn, sem rændi tvo drengi nýlega og hugðist grafa þá lifandi í kirkjugarði í Stokkhólmi, var áður dæmdur í fangelsi en sat ekki inni vegna yfirfullra fangelsa. Hann var á „biðlista” að komast í fangelsi og framdi glæpinn á meðan hann gekk laus, þrátt fyrir fangelsisdóminn.

Ebba Busch segir að „sænsk fangelsi eru því sem nær full í dag. Ein ástæða er að næstum 30% af föngunum eru erlendir ríkisborgarar sem ættu að taka út sinn dóm í heimalöndum sínum.”

Kristdemókratar vilja nota peninga frá sjóðum til styrktar þróunarríkjum til að byggja fangelsi m.a. í löndum sem ekki virða mannréttindi till þess að fá „manneskjulegri fangelsi þar jafnvel þótt þau fylgi ekki nákvæmlega sænskum staðli.” Vill hún að Svíþjóð geri samninga við Sómalíu og Afghanistan og að fangar í Svíþjóð geti ekki hafnað flutningi frá Svíþjóð til nýbyggðra fangelsa í heimalöndum sínum.

Sem svar við spurningunni hvort hún haldi raunverulega að glæpamenn dæmdir í Svíþjóð fái góða meðhöndlun í fangelsum erlendis sagði Ebba Busch: „Það þarf að fylgja því eftir eins og með alla þróunaraðstoð, hvernig peningarnir eru notaðir. Hefur maður áhyggjur af því að þurfa að fara aftur til síns heimalands og afleiðingum sem því fylgja, þá hefði maður kannski átt að hafa hugsað um það áður en maður ákvað að fara til Svíþjóðar til að stunda alvarlega glæpi.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila