Forsendurnar að baki tillögum Þórólfs birtar

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir

Þær forsendur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur haft til hliðsjónar í Covid faraldrinum þegar honum hefur verið falið að setja fram tillögur um sóttvarnaraðgerðir til ráðherra hafa verið birtar á vef Stjórnarráðsins. Minnisblað Þórólfs þar sem þessar forsendur koma fram voru birtar í morgun en í minnisblaðinu segir meðal annars að aðgerðir af hálfu hins opinbera hafi falist í almennum og opinberum sóttvarnaráðstöfunum eins og þær eru skilgreindar í sóttvarnalögum. Þá eru í minnisblaðinu eins og fyrr segir rakin þau atriði sem sóttvarnarlæknir hefur til hliðsjónar þegar hann hefur verið að útfæra tillögur að sóttvörnum við ráðherra en þau atriði eru:

  1. Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands
  2. Faraldsfræði sjúkdómsins Erlendis
  3. Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu
  4. Alvarleiki sjúkdómsins
  5. Geta heilbrigðiskerfisins
  6. Eiginleikar veirunnar
  7. Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi
  8. Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana

Í fyrsta atriði forsendnanna er meðal annars horft til útbreiðslu veirunnar á hverjum tíma, hvort útbreiðslan sé staðbundin og hvort utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á útbreiðslu hennar.

Í forsendu númer tvö er horft til sömu atriða og í fyrstu forsendunum á sama hátt og hér innanlands.

Í þriðju forsendunni er horft til þess hversu víðtæk skimun er í samfélaginu.

Í fjórðu forsendunni er litið til alvarleikastigs sjúkdómsins, hversu margir leggjast á sjúkrahús hverju sinni og hversu alvarleg veikindi þeirra eru.

Í fimmtu forsendunni er horft til getu heilbrigðiskerfisins við þær aðstæður sem uppi eru á hverjum tíma. Líklega er það mörgum í fersku minni þegar yfirvöld hvöttu íbúa landsins til þess að fara ekki í sumarbústaði um páska þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst en það var einmitt í þeim tilgangi gert til þess að draga úr áhættu á að álag yrði of mikið á heilbrigðiskerfið, til dæmis vegna mögulegra hópslysa.

Í sjöttu forsendunni eru eiginleikar veirunnar metnir og þær smitleiðir sem þekktar eru en eiginleikar veirunnar sem og smitleiðir breyst vegna stökkbreytinga veirunnar eins og þekkt er. Þá skiptir magn veirunnar máli í því tilliti.

Í sjöundu forsendu er horft til þeirra aðgerða sem þegar hefur verið gripið til og hvaða árangri þær hafa skilað.

Í áttundu forsendu er horft til samvinnu almennings í þeim aðgerðum sem farið er í en eins og almenningur þekkir hefur rík áhersla verið lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir, hver og einn þvoi sér vel um hendur og spritti. Þá segir er áhersla lögð á að aðgerðir séu í öllum tilfellum rökréttar og að þær séu í samræmi við tilefnið.

Smelltu hér til þess að lesa minnisblað sóttvarnalæknis

Athugasemdir

athugasemdir

Deila