Guðni Th. Jóhannesson öruggur sigurvegari forsetakosninganna

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson er endurkjörinn forseti Íslands eftir kosningarnar sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur voru birtar rétt eftir klukkan tíu í gærkvöld og var munurinn milli frambjóðenda strax afgerandi. Lokatölur voru svo birtar undir morgun.

Eins og kunnugt er hafði mikill fjöldi kosið utan kjörfundar áður en kjördagur rann upp. Ekki gekk undirbúningur kosninganna þó áfallalaust því upp komu ákveðin vandamál í kjölfar þess að nokkur fjöldi fólks var í sóttkví og um tíma leit út fyrir að sá hópur gæti ekki nýtt sinn kosningarétt.

Allt fór þó samkvæmt áætlun að lokum og var þeim sem voru í sóttkví gert kleift að kjósa með því að keyra bifreiðar sínar inn í sérstakan klefa og kjósa þar með aðstoð. Lokatölur kosninganna má sjá hér að neðan:
Guðni Th. Jóhannesson 92,2%Guðmundur Franklín Jónsson 7,8%

Athugasemdir

athugasemdir

Deila