Forseti Mexíkó „tekur ekki börn í gíslingu“ fyrir lyfjarisana – neitar að bólusetja börn

Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, á kosningafundi (©ProtoplasmaKid CC 4.0)

Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó sagði „það sem allir voru að hugsa“ þegar hann neitaði að bólusetja börn gegn covid og hét því, að Mexíkó myndi ekki gefa eftir undan þrýstingi netrisanna. Má sjá á myndbandi hér fyrir neðan, þegar hann ræðir málið.

Forsetinn sagði, að ríkisstjórn hans væri enn að bíða eftir því, að vísindasamfélagið sýndi fram á ávinninginn af því að bólusetja unglinga. Þar til afgerandi sönnunargögn hafa borist, þá mun Mexíkó neita að kaupa bóluefni ætluð börnum. Sagði forsetinn, að lyfjafyrirtækin virtust einbeita sér meira að því að græða peninga en að ástunda læknisfræðilegt öryggi í allri metsölu covid-19 bóluefnanna.

„Við þurfum að fara varlega, því það er augljóst að lyfjafyrirtækin vilja græða … og halda áfram að selja bóluefni til allra. En við þurfum að forgangsraða; við þurfum að vita hvort þeirra er þörf eða ekki. Við þurfum ekki að sýna lyfjarisunum undirlægjuhátt, þegar þeir reyna að stjórna okkur og segja … „þið þurfið þriðja skammt“, „þið þurfið fjórða skammt“, „þið þurfið að bólusetja börn“ … “

Hugo López-Gatell, heilbrigðisráðherra, talaði einnig um sama efni og fullyrti að það væru „engar vísindalegar sannanir“ fyrir því að bólusetningar væru „nauðsynlegar“ fyrir unglinga.

Ýmsar athugasemdir voru gerðar á Twitter me. annars tístir Dan Lewis: „Og næsti forsetinn sem deyr dularfullum dauða er….“ Einn spyr, „hvort Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó verði bannaður á Twitter?“ „Hvað ætli það taki langan tíma, þar til Twitter og aðrir netrisar byrja að tala um forsetann sem barnamorðingja? Hvert er heimurinn kominn?“ spyr annar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila