Forseti Serbíu segir heiminn stefna í „meiri háttar heimsátök“ innan tveggja mánaða

Forseti Serbíu varar við því að við séum á leið inn í „meiriháttar heimsátök“ á næstu tveimur mánuðum. Aleksandar Vučić sendi frá þennan váboða frá sér á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni (mynd sksk youtube).

Segir Úkraínustríðið vera að fara inn í stórtækari og dauðlegri kafla

Forsetinn gagnrýnir hvernig SÞ hafa þróast undanfarna áratugi og spáir dökkum tíma framundan. Serbneski leiðtoginn varaði við því, að stríðið milli Rússlands og Úkraínu væri að fara inn í miklu dauðlegri ofbeldiskafla. Hann sagði í viðtali við ríkissjónvarpið RTS:

„Við erum að sjá kreppu, sem hefur áhrif á alla hluta heims. Þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa veikst og stórveldin hafa tekið yfir og nánast eyðilagt skipulag SÞ á undanförnum áratugum, þá versnar staða okkar. Ég geri ráð fyrir því, að núna verði horfið frá áfanga „sérstakra hernaðaraðgerðar“ og við nálgumst stærri vopnuð átök. Núna er spurningin, hvar línan verður dregin og hvort við munum fara inn í stór heimsátök, sem ekki hafa sést síðan í seinni heimsstyrjöldinni eftir ákveðinn tíma, kannski innan eins eða tveggja mánaða.

Pútín vísar til orða leiðtoga Nató-ríkja um að nota kjarnorkuvopn og segir sín nútímalegri

Ummæli Vucic komu sama dag og Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði tafarlausa „hluta“ hervæðingu 300.000 hermanna. Í opinberu ávarpi til þjóðarinnar, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að hann væri reiðubúinn að beita „öllum tiltækum ráðum“ til að vernda landhelgi Moskvu samkvæmt Summit News:

„Skotið hefur verið á kjarnorkuverið í Zaporizhzhia og einnig segja sumir háttsettir fulltrúar NATO-ríkja, að það sé möguleiki og leyfilegt að beita kjarnorkuvopnum gegn Rússlandi. Vesturlönd skulu vera minnug þess, að landið okkar býr einnig yfir ýmsum tegundum gereyðingarvopna og hvað varðar vissa tækni, þá eru þau jafnvel nútímalegri en þau vopn sem NATO ræður yfir.“

2/3 hlutar mannkyns munu deyja úr hungri innan tveggja ára komi til kjarnorkustríðs

Rutgers háskólinn í Bandaríkjunum gerði líkan, sem sýnir að kjarnorkustríð milli Bandaríkjanna og Rússlands myndi leiða til þess að tveir þriðju hlutar mannkyns myndu deyja úr hungri innan tveggja ára. Útreikningarnir sýna að um 5 milljarðar manna munu deyja, að hluta til vegna kjarnorkusprenginga en einnig vegna sóts í andrúmsloftinu sem myndi loka fyrir sólina og eyðileggja uppskeru, segir í frétt The Telegraph.

Alhliða kjarnorkuátök milli Bandaríkjanna og Rússlands myndu samkvæmt rannsókninni draga úr matvælaframleiðslu um 90 % innan þriggja til fjögurra ára frá því átökin hófust. Niðurstaðan gæti samt orðið mun verri, þar sem ekki var reiknað upphitun heiðhvolfsins, sem gæti eyðileggja ósonlagið og hleypt útfjólubláum geislum að yfirborði jarðar. Alan Robock, prófessor í loftslagsvísindum við umhverfisvísindadeild Rutgers háskólans segir:

„Gögnin eru skýr, við verðum að koma í veg fyrir að kjarnorkustríð eigi sér stað. Heimurinn hefur nokkrum sinnum verið nálægt kjarnorkustríði. Að banna kjarnorkuvopn er eina langtímalausnin.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila