Forsetinn meðvirkur vegna brota á Bessastöðum en lýsir yfir stuðningi við þolendur í KSÍ málinu

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og forseti áfrýjunardómstóls KSÍ

Á meðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands taldi sérstaka þörf á því að koma fram í viðtali fyrir utan Laugardalsvöllinn og lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur vegna KSÍ málsins var hann gerendameðvirkur vegna brota á Bessastöðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns og forseta áfrýjunardómstóls KSÍ í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigurður bendir á að það sé ekki að sjá að nein greining hafi farið fram á á skrifstofu forseta á því hvort kynferðislegt áreiti hafi átt sér stað á Bessastöðum líkt og vinnulöggjöf geri þó ráð fyrir að eigi að kanna. Í ljós hafi síðan komið að sú hafi verið raunin og þá hafi verið ákveðið á skrifstofu forseta að gerandinn skyldi halda áfram störfum, sem kom augljóslega mjög illa við þolendur málsins. Málið hafi þannig aldrei verið leyst í raun, það megi sjá best á því að eitt málanna sé nú á borði lögreglu.

Enginn hefur spurt eftir hvaða reglum forsetaembættið hafi farið

Sigurður segir að enn hafi enginn spurt út í það eftir hvaða reglum forsetaembættið hafi farið við lúkningu málanna

það er alveg skýrt að forsetaembættið er vinnustaður og á vinnustöðum eiga að vera til viðbragðsáætlanir við einelti, kynbundnu ofbeldi, áreitni og öðru slíku, en þetta er mál sem fjölmiðlar vilja ekki ræða, kannski af því þeim þykir vænt um forsetann og finnst gott að fá hann í heimsókn og vera í hlýjunni hjá valdinu, en það er ekki gott þegar menn þurfa ekki að svara efnislegum spurningum“ segir Sigurður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila