Forstjórar Pfizer og BioNTeck ásamt von der Leyen verðlaunuð fyrir að „forma sameiginlega alþjóðaframtíð“

Forseti ESB Ursula von der Leyen og forstjóri Pfizers Albert Bourla brosa breitt eftir verðlaun hugveitunnar Atlantic Council fyrir „ótrúlega alþjóðaforystu“ gegn covid-19.

Fá verðlaun Atlantshafsráðsins fyrir „ótrúlega alþjóðaforystu“

Hugveitan „Atlantic Coucil“ sem tengist NATO veitti nýlega þeim Albert Bourla forstjóra Pfizer, Özlem Türeci og Ugur Sahin stofnendum BioNTech ásamt Ursula von der Leyen forseta ESB „heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi forystu í baráttunni við covid-19.

Atlantshafsráðið lýsir sér sem bandarískri hugveitu í alþjóðamálum með mikla áherslu á náið samstarf Norður-Ameríku og Evrópu og veitir verðlaunin árlega til „hóps einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til verkefnis Atlantshafsráðsins að móta sameiginlega alþjóða-framtíð.“ Er val á verðlaunahöfum skýrt með því, að þeir hafi verið „alþjóðlegt sameiningarafl á heimsvísu“ á árinu.

John F. W. Rogers forseti Atlantshafsráðsins sagði: „Þrátt fyrir allar þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hefur valdið undanfarin tvö ár, hafa verðlaunahafar kvöldsins sýnt ótrúlega alþjóðaforystu, sem sameinað hefur þjóðir um allan heim á þeim tíma sem heimurinn þurfti mest á því að halda.“

Mikilvægt að fjölmiðlar nefni engar aðrar leiðir en bóluefni í baráttunni gegn covid-19

Hugveitan skrifar einnig á vefsíðu sinni, að Ursula von der Leyen hafi sýnt „sterka skuldbindingu“ og viðhaldið miklum samskiptum ESB og Bandaríkjanna og að leiðtogar Pfizer / BioNTech hafi áþreifanlega sýnt fram á „hverju fyrirtæki geta komið til leiðar fyrir samfélagið.“

Í ræðu sinni tíundaði forstjóri Pfizer, Albert Bourla þá miklu ógn, mannkyninu stafar af kórónuveirunni: „ Við verðum að sameinast til að sigra hana.“ Hann tilkynnti einnig, að bóluefnisrisinn muni hafa framleitt þrjá milljarða bóluefnaskammta fyrir áramót og framleiði fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Undirstrikaði Pfizer-forstjórinn fjöldabólusetningar til að „sigrast á veirunni“ og að ekki megi nefna neinar aðrar aðferðir í fjölmiðlum, því þær gætu sáð efasemdum um covid-bóluefnin. Mikilvægt er að ríki og risafyrirtæki gangi saman við framleiðslu bóluefna og þrói einnig ódýr bóluefni fyrir þróunarlöndin.

mRNA tilraunabóluefnin „skapa nýjar aðferðir læknavísinda gegn þekktum sjúkdómum“

Í ræðum sínum lögðu von der Leyen og stofnendur BioNTech áherslu á stórfelldar fjöldabólusetningar og hvernig nota megi mRNA tilraunabóluefnin í stórum stíl til gegn öðrum sjúkdómum.

„Þróun covid-19 bóluefnis hefur opnað dyr nýrra lyfjategunda – mRNA-meðferðar. MRNA-meðferðir munu skapa nýjar aðferðir gegn mörgum sjúkdómum t.d. krabbameini og sjálfsofnæmissjúkdómum – og hægt verður að takast á við alla sjúkdóma, sem hingað til hefur ekki verið hægt að bregðast við með bóluefnum eins og malaríu, berkla eða HIV“ segir Ugur Sahin frá BioNTech. Ætlunin er að gera hina umdeildu mRNA tækni aðgengilega á breiðum grundvelli í Afríku og öðrum fátækum heimshlutum.

Mótum alþjóðaframtíðina saman“

Miðað við áherslur og fjármögnun Atlantshafsráðsins kemur ekki á óvart, að alþjóðahugveitan verðlaunar fulltrúa bóluefnaiðnaðarins og yfirþjóðlega pólitíska fulltrúa eins og von der Leyen. Hugveitan er fjármögnuð m.a. af Goldman Sachs & Co, The Rockefeller Foundation, JPMorgan Chase Foundation, George Soros og Google. Einkunnarorð hugveitunnar eru: „Mótum alþjóðaframtíðina saman“ og vinnum „að lausnum alþjóðlegra vandamála“ með helstu alþjóðlegum aðilum sameiginlega.

John F.W Rogers stjórnarformaður Atlantic Council er einnig með í stjórn stórbankans Goldman Sachs og hefur af Business Insider verið lýst, sem „einum skelfilegasta en jafnframt mikilvægasta manni bankans.“ Carl Bildt, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra Svíþjóðar og bankamaðurinn Jacob Wallenberg eru einnig hluti hugveitunnar. Hugveitan hefur áður m.a. verðlaunað George W. Bush ár 2018.

Ráðist gegn óhefðbundnum fjölmiðlum

Sem dæmi um árásir hugveitunnar á óhefðbundna fjölmiðla við hlið hinna hefðbundnu, má nefna að Atlantshafsráðið hefur áður vakið athygli m.a. á Nya Dagbladet í Svíþjóð og öðrum slíkum fjölmiðlum. Var blaðið talið vera „vandamál“ í kjölfar birtingar á opnu bréfi, sem stílað var á þáverandi forseta Donald Trump.

Alþjóða hugveitan ásakaði Nya Dagbladet um að dreifa „áróðri“ þegar ungverski gjaldeyris- og fjármálabraskarinn George Soros var gagnrýndur af blaðinu. George Soros styrkir Atlantshafsráðið í gegnum samtökin Open Society og hrósar hugveitan Soros fyrir fjárhagslegan stuðning vestrænna hagsmuna í Úkraínu. Sænska utanríkisráðuneytið styrkir hugveituna með sænskum skattapeningum.

Sjá nánar myndband frá verðlaunaafhendingunni

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila