Forstjóri Lyfjastofnunar segir aukna notkun á ópíóðalyfjum hafa verið vaxandi vandamál hér á landi og í nágrannalöndum

Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar

Aukin notkun á ópíóðalyfjum hefur verið stigvaxandi vandamál hér á landi og í nágrannalöndum Íslands.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Rúna segir þó merki um að vinna starfshóps sem ætlað hafi verið að taka á málinu með samstarfsaðilum, þar á meðal Lyfjastofnunar hafi skilað árangri

okkar aðkoma að þessu var sú að takmarka afgreiddu og ávísuðu magni í hvert sinn sem slík lyf séu afgreidd til notenda“,segir Rúna.

Hún segir framleiðsluna á hinu umdeilda oxycontin lyfi hafi færst úr landi

Actavis hefur ekki framleitt þetta hérna heima í nokkurn tím, sú framleiðsla fer öll fram í Búlgaríu

Hún segir framleiðsluna uppfylla í sjálfu sér þau skilyrði sem sett eru, hins vegar þurfi að aðgæta betur aðra þætti

það er eftirlitið með markaðssetningunni sem þarf oft að horfa til og svo þarf að gæta hófs í ávísunum og hverjir fái ávísað slíkum lyfjum“,segir Rúna.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila