Frakkar í herferð gegn öfgafullum Íslamistum

Emanuel Macron

Morðið á kennaranum Samuel Paty hefur orðið til þess að frönsk yfirvöld hafa skorið upp herör gegn öfgafullum Íslamistum og hafa þegar hafið aðgerðir til þess að draga úr dreifingu á öfgaullum boðskap íslamista. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Meðal þeirra aðgerða sem yfirvöld hafa farið í er að loka stórmosku sem meðal annars dreifði myndbandi af kennaranum með hatursfullum skilaboðum sem beint var gegn kennaranum. Þá hefur nokkrum fjölda grínteikninga Charlie Hebdo verið varpað með skjávarpa á stórarhótelbyggingar í landinu .

Sendiherra Frakklands í Svíþjóð greindi frá þessari nýrri stefnu frakka í sænska sjónvarpinu í gær en þar varaði hann einnig við því að hryðjuverkasamtökin Al-Kaida hefði hug á að dreifa áróðri um að aðgerðir frakka teldust vera Íslamafóbía og hvatti hann fjölmiðla sérstaklega til þess að bíta ekki á agn hryjuverkasamtakanna.

Emmanuel Macron forseti Frakklands var ómyrkur í máli á minningarathöfn um Samuel Paty og sagði að árásin á Paty væri áras á gjörvallt Frakkland og kallaði því á mjög hörð viðbrögð.

Hlusta má á viðtalið við Gústaf í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila