56% Frakka treysta ekki aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn kórónuveirunni

Mynd / AFP)

Í nýlegri skoðanakönnun segja 56% Frakka að þeir hafi verulegar áhyggjur af því, hvernig ríkisstjórnin stendur sig í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á einni viku hefur þeim fjölgað um 11% sem vantreysta ríkisstjórninni. Samtímis hafa vinsældir Macron Frakklandsforseta aukist en um 43% segjast vera ”sáttir” við Macron og er það hæsta talan síðan í apríl 2018.


Könnunin birtist áður en heilsuyfirvöld tilkynntu að 40,174 væru smitaðir af kórónuveirunni s.l. sunnudag. 19 þúsund eru á sjúkrahúsum, þar af voru 4,632 í gjörgæslu um helgina. Tíðni látinna jókst um 13% þegar 292 létust sunnudag og var tala látinna þá 2,606. 


Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe sagði að baráttan gegn veirunni væri rétt að hefjast.

 ”Fyrstu tvær vikurnar í apríl munu verða erfiðari en undanfarnar vikur.”

Flugvél kom frá Kína hlaðin 5,5 milljónum gríma og öðrum öryggisbúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahúsa en yfirvöld segja þörf vera á 40 milljónum gríma. Air France tísti: 

”Fyrsta Boeing 777 flutningavél okkar var að lenda í #ParisCDEG með 100 tonn sjúkrahústækja og 5 milljónir gríma”


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila