Frakkland lokar stórmosku sem dreifði hatursmyndbandi gegn kennaranum sem var myrtur – segjast „sjá eftir því“

Innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, sagði í gær að hann hefði farið fram á lokun Pantin-moskunnar fyrir utan París vegna myndbands sem dreift var á vegum moskunnar gegn kennaranum sem var afhöfðaður í fyrri viku að sögn RT. Sagði Darmanin að „stóru moskunni í Pantin verður lokað.“ Moskan dreifði myndbandi með áróðri gegn sögukennaranum Samuel Paty sem var myrtur á hrottalegan hátt s.l. föstudag.

Kennarinn var myrtur af 18 ára „flóttamanni“ sem taldi kennarann hafa móðgað íslam með því að sýna grínmyndir af Múhameð í kenslustund í tjáningarfrelsi. Fyrir morðið var innsendurum og myndböndum dreift gegn kennaranum á félagsmiðlum og yfirlýsing um aftöku s.k. „fatwa“ gefin út gegn kennaranum. Yfirmaður Pantin moskunnar, Mohammed Henniche, segir eftirá að hann „harmi“ ákvörðunina að dreifa myndbandinu og fullyrðir samtímis að „ekki hafi verið að hvetja til ofbeldis.“ Eftir morðið fjarlægði moskan myndbandið og fordæmdi morðið.

Innanríkisráðherrann er ekki ánægður með svar moskunnar og segir moskuna og ráðamenn hennar „hafi stutt morðið með því að dreifa myndbandinu með skilaboðum sem áttu að hræða kennarann.“ Krefst innanríkisráðherra Frakklands að moskunni verði lokað til að stöðva hatrið. Samkvæmt RT lofaði Darmanin að ráðast gegn „fjandsamlegum múslímskum hópum í landinu og boðskapnum sem þeir dreifa á félagsmiðlum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila