Frakklandsforseti: „Ég skammast mín”

Emmanuel Macron forseti Frakklands

Emmanuel Macron hefur beðist afsökunar fyrir „gríðarleg sameiginleg mistök” og sagðist „skammast sín vegna mikilla mótmæla gulu vestanna í Frakklandi í fyrra”. Þessi sjónarmið forsetans koma fram í bók hans „Fólkið og forsetinn” sem kom út í fyrra.

Þar skrifar forsetinn um upphaf og framgang gulu vestanna sem náði hámarki í byrjun „umræðunnar miklu” út um allt land þegar rætt var um kröfur hreyfingarinnar. Í bókinni segist Macron halda áfram umbótum sínum á Frakklandi nema að mómælendur „skjóti mig og drepi með byssukúlu”.


Í viðtali segir Frakklandsforseti:

 „Þetta voru gríðarleg sameiginleg mistök og ég ber að hluta til ábyrgð á þeim. En ég hef þrjú ár á mér til að breyta því. Margir skammast sín fyrir að geta ekki látið enda ná saman, þrátt fyrir allt erfiði. Við erum þau sem ættum að skammast okkar”.


Hreyfing gulu vestanna byrjaði sem mótmæli gegn eldsneytissköttum en reiðin breiddi úr sér. Lægri millistéttin snérist gegn Macron og hann talinn „forseti þeirra ríku”. Macron segist hafa tapað hæfileikanum sem forseti að geta talað máli fólksins sem jafningi þess. Macron segist í byrjun hafa vanmetið kraft gulu vestanna.

Í bókinni koma fram hræðsluaugnablik í franska stjórnarráðinu en forsetinn segir að „Lýðveldið skalf aldrei”.
Allar mælingar sýna að vinsældum Macron hefur hrakað mjög eins og t.d. eftirfarandi könnun um hvernig yfirvöld hafa handleikið kórónufaraldurinn í samanburði þriggja landa, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu. 49% Frakka eru ósammála aðgerðum yfirvalda og einungis 21% sammála.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila