„Frakkland verður að fara út úr ESB!” – ESB á barmi stjórnmála- og félagslegs hruns segja Gulvestungar

ESB notar Seðlabanka ESB til að stunda fjárkúgun og þvinga fram breytingar á efnahag aðildarríkjanna sem ganga gegn hagsmunum almennra borgara.

FRAKKLAND verður að yfirgefa Evrópusambandið til að vernda eigin þjóðarhagsmuni og efnahagslega velferð þegna sinna, að sögn aðgerðarsinna Gulu vestanna. Anice Lajnef sér um fjármálaútreikninga í „Le Gouv” verkefninu og hefur starfað í mörg ár sem kaupmaður í afleiðuviðskiptum stórra banka eins og Société Générale og Barclays. „Le Gouv” er stjórnmálaverkefni Gulvestunga og hugarfóstur Fabrice Grima, eins af helstu skipuleggjendum hópsins. Markmið „Le Gouv“ er að skapa nýjar hugmyndir um hvernig breyta megi pólitísku og efnahagslegu ástandi í Frakklandi og mögulega koma með frambjóðanda í forsetakosningum.
Lajnef heldur því fram, að Seðlabanki ESB og fjármálamarkaðir hafi almennt of mikil áhrif á stefnu stjórnvalda í Frakklandi, sem oft er til félagslegs og efnahagslegas skaða gegn hagsmunum almennra borgara.

Anice Lajnef útskýrir í Daily Express: „Það sem við viljum er að seðlabankinn okkar, Banque de France, geti fjármagnað ríkisstjórn okkar og ríkissjóð beint og þurfi ekki að fara í gegnum markaðinn, þar sem hann er tengdur skv. evrópskum sáttmálum.”

Seðlabanki ESB notar peninga frá ESB sem kúgunartæki á frönsku ríkisstjórnina

„Þeir skylda franska ríkið að fara í gegnum markaðinn til að taka lán og Seðlabanki ESB kaupir allar þessar skuldir til baka á bak við tjöldin. Þannig að ef við gerum ekki það sem markaðurinn vill; það sem Seðlabanki Evrópu vill, þá erum við eins og að við séum ekki nógu fullvalda til að ákveða sjálf það, sem er gott fyrir land okkar. 25 % skulda Frakklands eru hjá Seðlabankan ESB – þannig að Seðlabankinn á skuldirnar og er í raun og veru herra Frakklands og ríkisstjórnar okkar. – Þeir geta því ákveðið og skipað okkur, hvað við eigum að gera eða ekki gera.“

Sem dæmi um illkynja afskipti Seðlabanka ESB af efnahags- og félagsmálastefnu Frakklands segir Lajnef, að ESB leggur fram 40 milljarða evru framlag til 100 milljarða evru Covid-pakka með því skilyrði að ríkisstjórnin samþykki breytingar á ellilífeyriskerfi ríkisins og greiðslum atvinnuleysisbóta.

Macron hefur lagt breytingartillögur á ellilífeyrisgreiðslum og atvinnubótum á hilluna „vegna Covid

Þessir þættir í „félagsvæddu“ velferðarkerfi Frakklands, eru kjarninn í stjórnmálalegri sjálfsmynd þjóðarinnar.„ESB sagði” allt í lagi, við látum ykkur einungis fá þessa peninga ef þið breytið eftirlaunakerfi ykkar. Þið verðið að breyta lífeyris- og atvinnuleysisbótakerfinu.”

Emmanuel Macron komst til valda árið 2017 m.a. á loforði um að breyta kostnaðarsömu lífeyriskerfi Frakka og skapa sveigjanlegri og samkeppnishæfari vinnumarkað. Tillögum hans var mótmælt harðlega af stéttarfélögum sem skipulögðu verkföll sem lömuðu nánast allt landið. Macron forseti staðfesti í síðustu viku, að hann legði fyrirhugaðar breytingar á hilluna vegna Covid.

Gulvestungar hafa sett fram hugmyndir um 0,10% örskatt af öllum viðskiptum í landinu til þess að neyða fjölþjóðafyrirtæki til að greiða „hlutdeild í sköttum sem jafnsamsvarar söluhlut þeirra í Frakklandi.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila