Vilja hefja uppbyggingu við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri strax

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.


Stjórnvöld vilja hefja úrbætur og lagfæringar á flögvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri eins fljótt og hægt er, bæði í þeim tilgangi að skapa störf og styðja við ferðaþjónustuna. Þetta kemur fram í Facebook pistli Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórna og samgönguráðherra sem hann birti í gær. Í pistlinum segir Sigurður meðal annars

” Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Notum tímann vel og höldum áfram.”

Sigurður nefnir að flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri séu gott dæmi um verkefni sem hægt er að ráðast í strax

” Stækkun við flugstöð á Akureyri, flughlað á Akureyri og yfirlögn/malbik á Egilsstaðaflugvelli eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu. Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu

Athugasemdir

athugasemdir

Deila