Ný lög í Bandaríkjunum skylda alþjóðafyrirtæki að sýna fram á að vinnuþrælar séu ekki notaðir við framleiðsluna

Josh Hawley

Öldungardeildarþingmaðurinn Josh Hawley hefur lagt fram tillögu um að stórfyrirtækin þurfi vottun um að þau notist ekki við vinnuþræla til dæmis í Kína
Tillaga Josh gerir ráð fyrir að alþjóðafyrirtæki geti fengið sérstaka vottun um að þau noti ekki vinnuþræla við framleiðslu á varningi „The Slave-Free Business Certification Act (S.4241).”

Verði tillagan samþykkt og að lögum verða stór bandarísk fyrirtæki að ábyrgjast vinnuþrælalausa framleiðslu með sérstöku skírteini. Standist þau ekki skilmála um að nota ekki vinnuþræla verður hægt að sækja fyrirtækin til saka fyrir brot á mannréttindum.


Josh Hawley segir á heimasíðu sinni :

„Korpóratívisminn í Bandaríkjunum og fræga fólkið sem rekur áróður fyrir vörum stórfyrirtækjanna hafa leikið þennan leik í langan tíma – talað fyrir félagslegri ábyrgð og réttlæti stórfyrirtækjanna heima fyrir á sama tíma og þau raka saman milljónum dollara á vinnuþrælum sem búa til vörur þeirra. Stjórnendur skapa vitund og vörumerki fyrir bandaríska neytendur en úthýsa síðan glaðir vinnunni til vinnuþrælabúða í Kína til að græða nokkra auka dollara.


Ef stórfyrirtæki Bandaríkjanna vilja sýna andlit félagslegra breytinga í dag, þurfa þau að sýna að þau séu algjörlega laus við vinnuþræla. Taka þátt í óháðu eftirliti sem sannar það og taka skref sem tryggir að ekki verði aftur gripið til vinnuþrælkunar. Ef þau neita að gera þetta, þá verði þau látin borga fyrir það. Það er félagsleg ábyrgð.


Að minnsta kosti 80 alþjóðafyrirtæki hafa verið bendluð við að nota úígúrska vinnuþræla í Kína, allt frá íþróttafyrirtækjum eins og Nike, Adidas og Puma til tæknirisa eins og Lenovo og Samsung. Þessi mál eru víðar í heiminum en í Kina. Til dæmis nota Starbucks og Nespresso vanborgað vinnuafl í Brasilíu, þar sem verkafólki er neitað um daglegar nauðsynjar eins og mat og vatn.“


Vottun um framleiðslu án vinnuþrælkunar

  • þvingar fyrirtæki að gefa upp hvaða skref eru tekin til að útrýma vinnuþrælkun, þrælahaldi og mannsali úr framleiðsluerlinu
  • fær helstu fyrirtækin til að gangast undir óháð eftirlit sem tryggir að þau noti ekki vinnuþræla eða stundi mannsal í framleiðslukeðjunni
  • lætur forstjóra skrifa undir að framleiðslukeðja þeirra sé án vinnuþrælkunar eða að þeir hafi kært vinnuþrælkun í framleiðslukeðjunni

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila