Mikilvægt að gæta þess draga úr afleiddum áhrifum veirunnar

Mikilvægi þess að halda samfélaginu áfram gangandi með því að skapa störf, passa upp á viðkvæma hópa eins og börn og halda að þeim menntun var meðal þess sem fjallað var um á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fram fór í gær. 

Það skref sem var stigið með varfærinni opnun landsins með skimun við landamæri er mikilvægt því okkur er öllum ljóst að það er ekki einungis veiran sjálf sem getur ógnað heilsu okkar til lengri og skemmri tíma heldur geta efnahagslegar afleiðingar hennar haft alvarleg áhrif á lýðsheilsu þeirra sem hér búa. Við sáum þess strax merki þegar samkomubann var sett á að heimilisofbeldi jókst og óreglulegt skólastarf getur haft mikil áhrif á þau börn og ungmenni sem höllum fæti standa náms- og félagslega. Atvinnuleysi hefur alltaf verið eitur í beinum okkar í Framsókn því við þekkjum mikilvægi þess að hafa trygga atvinnu. Í því felst frelsi og sjálfstæði sem eru hvort tveggja mikilvægir þættir í lífsgæðum og lífshamingju fólks. Atvinnuleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Því munum við berjast af hörku fyrir aðgerðum sem skapa fjölbreytt störf fyrir fólk á öllum aldri, um allt land. Við höfum áður lofað þúsundum starfa – og staðið við það. Það eigum við og getum gert aftur.“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins í ræðu sinni á fundinum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir sagði í sinni ræðu að breytingar hvað varðar lánamál námsmanna séu gríðarlega mikilvægur þáttur í þeirri vegferð sem menntakerfið er á nú á dögum Covid

Íslenska menntakerfið hefur unnið einstakt þrekvirki á heimsvísu á tímum COVID-19. Menntasjóðs námsmanna væri mikilvægur þáttur til að efla samfélagið og er sannarlega mikið framfaramál. Stærsta áskorunin framundan í íslensku samfélagi verður að skapa störf og þar mun Framsóknarflokkur vera í farabroddi“, sagði Lilja Dögg.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila