Franska ríkisstjórnin hótar hershöfðingjum sem vara við innbyrðisstríði í Frakklandi

Á þessarri mynd ríkir sátt milli forsetans og hersins en Jean-Pierre Fabre-Bernadac fyrrum lögreglustjóri og gulvestingur segir að „Frakkar treysta ekki stjórnmálamönnum en þeir treysta hernum.”

Ríkisstjórnin í Frakklandi undirbýr lögsókn og refsingu þeirra þúsund hermanna og tuttugu herforingja, sem skrifuðu undir opið aðvörunarbréf með viðvörun um innanríkisstyrjöld í Frakklandi, ef ríkisstjórnin grípur ekki tafarlaust í taumana eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá. 20 hershöfðingjar á eftirlaunum og um þúsund hermanna skrifuðu undir bréfið, sem hefur vakið gríðarlega athygli bæði í Frakklandi og út um heim. Varað er við því, að Frakkland rambi á barmi innanríkisstyrjaldar m.a. vegna öfgaíslamskra „úthverfahópa” og antirasista sem vilja koma af stað kynþáttastríði í landinu. Gefið er í skyn að herinn þurfi að taka málin í eigin hendur, ef stjórnmálamenn sýni getuleysi við að stöðva þróunina.

Franska ríkisstjórnin hefur í sterku máli fordæmt bréfið sem birt var 60 árum eftir misheppnað valdarán hersins gegn þáverandi forseta Charles de Gaulle. Florence Parly varnarmálaráðherra Frakklands segir bréfið „óafsakanlegt” og hótar með „afleiðingum.” Segir hún að hún hafi skipað varnarmálayfirvöldum að grípa til aðgerða gagnvart þeim sem skrifuðu undir bréfið að sögn Daily Mail.

Marine Le Pen hefur lýst yfir stuðningi við þá hermenn og herforingja sem skrifuðu undir viðvörunarbréfið.

Marine Le Pen leiðtogi Þjóðarsamfylkingarinnar hyllir aðvörun herforingjanna: „Ég býð ykkur að koma með í komandi stríð sem verður stríðið um Frakkland” skrifar hún sem svar við bréfi herforingjanna. Hafa skrif Le Pen verið harðlega gagnrýnt af vinstri mönnum sem segja hana vera að hvetja til uppreisnar.

Christian Piquemal, áttræður hershöfðingi, sem stjórnaði útlendingahersveitinni áður en hann missti forréttindi sín sem eftirlaunaþegi eftir að hafa verið handtekinn þegar hann tók þátt í mótmælum gegn íslam árið 2016 í Calais, er einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið. Hann var handtekinn grunaður um að vera forsprakki mótmælanna en var sýknaður af dómstól.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila