Franskir bændur þurfa að hita upp jörðina til að bjarga uppskerunni frá kaldari vorum

Eitthvað virðist nú – sem betur fer – heimsendir vegna upphitun jarðar vera að fjarlægjast. Alla vega hjá vínbændum í Chablis í Frakklandi. Síðustu næturnar hafa verið óvenjulega kaldar og plönturnar lifa ekki af 3-4 frostanætur. Vínbændurnir hafa því tekið til þess ráðs að setja logandi ljós í kerum út um allt á ökrunum til að þeir frjósi ekki á nóttunni. Vínbóndinn Laurent Pinson segir í viðtali við sænska sjónvarpið: „Fáum við enga uppskeru, þá seljum við ekkert og þá fá neytendur ekkert vín.“

Þúsundir eldar loga í ljóskerum og Pinson hefur sjálfur kveikt um 600 þeirra. „Uppskeran getur eyðilagst á nokkrum nóttum. Þetta er stórt vandamál fyrir okkur og alla aðra og fyrir efnahaginn á svæðinu,“ segir Pinson. Hann er áhyggjufullur yfir því, að loftslagsbreytingarnar muni leiða til fleiri og kaldari vora í framtíðinni. Þar til annað kemur á daginn munu því þúsundir ljósa lýsa upp frönsku víndalina á nóttunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila