„Frelsissíminn” losar notandann við stjórn og eftirlit bæði Google og Apples – snjallsíminn sem þú stjórnar hvað gerir

Frelsisíminn mun leysa njósnasíma einokunarrisanna Apple og Google. Frelsisþyrstir Bandaríkjamenn hafa framleitt snjallsíma sem er hannaður fyrir notendann með eigin stjórn á símanum í stað netrisanna. (Sksk Freedom Phone).

Byrjað er að selja „Frelsissímann” í Bandaríkjunum og salan mokgengur að sögn, því margir vilja komast burtu úr klóm tæknirisanna Google og Apple. Fyrsta upplagan af símanum seldist fljótlega upp og ný afhending á leiðinni. Síminn hefur ClearOS forritið sem þýðir að Apple og Google hafa ekki stjórn á símanum. í símanum er óritskoðuð app verslun og risarnir geta því ekki stjórnað, hvaða app þú vilt hlaða niður og nota eins og t.d. Parler, Gab, OAN og marga fleiri.

Tæknin innheldur m.a. eftirfarandi:

  • Octa-Core örgörva
  • 32 MB myndavél
  • andlitsmyndavél að framan
  • 64 GB sem er hægt að auka
  • USB inngangi
  • 4150 mAh hágæða rafhlaða
  • Pláss fyrir tvö símakort

Erik Finman stofnandi fyrirtækisins sem framleiðir Frelsissímann segir:

“Ákvörðunin um að fjarlægja Donald Trump forseta af öllum samfélagsmiðlum var bæði átakanleg og svívirðileg. Það hefur meitlað í huga stuðningsmanna hans, hversu mikið einokunarvald netrisarnir hafa.

Frelsiselskandi Bandaríkjamenn, hvar sem þeir eru, leiða baráttuna gegn einokun netrisanna með því að kaupa Frelsisímann, sem er hannaður fyrir þá í staðinn fyrir að framfylgja kröfum síbreytilegs offorssinnaðs rétttrúnaðar. “

Á heimasíðu „Freedom Phone” segir:

„Vegna yfirgnæfandi eftirspurnar frá þúsundum föðurlandsvina um land allt eru tafir á afhendingu símans. Við byrjuðum að afgreiða pantanir í ágúst og munum halda áfram að afhenda símann í september á meðan lager endist. Við búumst við að fá næstu afhendingu símans til dreifingar í október. Þeir sem þegar hafa lagt inn pöntun munu verða fyrstir til að fá síma. Nýjar pantanir verða afgreiddar eftir reglunni fyrstur kemur, fyrstur fær með byrjun í nóvember 2021.“

Hægt er að panta símann á heimasíðu fyrirtækisins. Verðið er um 500 dollara í Bandaríkjunum en hægt að fá 50 dollara afslátt t.d. með því að nota kóðann TGP.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila